Nýjast á Local Suðurnes

Atlantsolía vill lóð við Rósaselstorg

Atlantsolía hefur óskað eftir lóð við Rósaselstorg, við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Erindi þess efnis var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Garðs. Fyrirtækið hefur áður sýnt áhuga á lóð á þessum slóðum, síðast þó fyrir um 10 árum síðan.

Bæjarráð tók vel í erindi fyrirtækisins og vísaði því áfram til Skipulags-og byggingarnefndar.

Kaupfélag Suðurnesja hyggur á byggingu verslunarkjarna við Rósaselstorg og hefur þegar samið við Olís um rekstur bensínstöðvar á svæðinu. Þá stendur Olís einnig að byggingu bensínstöðvar við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar um þessar mundir.

Áhugi olíufélagana á Suðurnesjum er skiljanlegur, en Allt að 12 krónum munar á verði á eldsneyti á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, ef marka má verðkönnunarþjónustu GSMbensín. Verðin í könnun GSMbensín miðast við sjálfsafgreiðslu án afslátta og eru uppfærð á nokkura mínútna fresti eftir tilkynningum frá olíufélögunum.