Nýjast á Local Suðurnes

Lögðu hald á mikið magn lyfja og amfetamíns í tveimur húsleitum

Lögreglan á Suðurnesjum lagði sl. föstudag hald á mikið magn af lyfseðilsskyldum lyfjum og amfetamíni í tveimur húsleitum, að fenginni heimild til þeirra. Í öðru húsnæðinu fundust amfetamín og íblöndunarefni. Einnig vog, umtalsverð fjárhæð og skuldalistar sem talin eru til komin vegna fíkniefnasölu og voru þau því haldlögð. Í hinu húsnæðinu  fannst taska með miklu magni lyfja og jafnframt krukka með hvítu efni, sem talið er vera amfetamín.

Annar húsráðenda viðurkenndi eign sína á hluta amfetamínsins og öllum lyfjunum, en þvertók fyrir  sölu og dreifingu.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500.  Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.