Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn
Einn lést þegar eldur kom upp í bát í Njarðvíkurhöfn í nótt. Þrír voru um borð í bátnum, samkvæmt frétt á vef mbl.is. Tveir voru fluttir á sjúkrahús en endurlífgunartilraunir á þeim þriðja á vettvangi báru ekki árangur.
Útkall barst klukkan tíu mínútur yfir tvö í nótt, er haft eftir varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja sem segir mikinn eld hafi verið í bátnum.