Nýjast á Local Suðurnes

Skuld WOW við Isavia um tveir milljarðar – Ein vél félagsins staðsett á Keflavíkurflugvelli

Mynd: Friðrik Friðriksson

Um tveir milljarðar króna af um 24 milljarða króna skuldum lággjaldaflugfélagsins WOW-air eru komnir til vegna skuldar félagsins við rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, Isavia.

Samkvæmt heimildum Vísis.is hefur sú hugmynd verið viðruð, af forsvarsfólki WOW, að Isavia gefi eftir hluta skuldarinnar. Þá hefur félagið skuldbundið sig til að hafa ávallt eina vél flota síns á Keflavíkurflugvelli til tryggingar greiðslu skuldarinnar.