Nýjast á Local Suðurnes

Stór skjálfti í nótt

Stór jarðskjálfti, að stærð 5,1, varð klukkan 03:14 í nótt. Skjálftinn átti upptök sín á 5,1 kílómetra dýpi, 2,4 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli.

Fannst skjálftinn víða um land og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal, segir á vef stofnunarinnar.