Nýjast á Local Suðurnes

Afar slæm veðurspá fyrir morgundaginn

Veðurfræðingar gera ráð fyrir afar slæmu veðri á morgun, 27. janúar. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna þessa.

Spáð er Suðvestan 15-23 m/s og él með lélegu skyggni. Varasamar akstursaðstæður geta skapast á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi.

Icelandair hefur aflýst flugi til og frá Evrópu á morgun, að undanskildum flugum til og frá Tenerife og Alicante.