Nýjast á Local Suðurnes

easyJet og Transavia aflýsa vegna veðurs

Lággjaldaflugfélagið easyJet hefur aflýst tveimur flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. Þá hefur Transavia aflýst einu flugi.

easyJet aflýsir ferðum til Luton og Gatwick sem áætlaðar voru klukkan 18:55 og 19:30. Flug Transavia til Amsterdam var á áætlun klukkan 21:25. Flugferðunum er aflýst vegna veðurs, en ekki er tekið fram hvort það sé vegna aðstæðna hér á landi eða erlendis, en farþegum er bent á að nánari upplýsingar megi nálgast á vefsíðum flugfélaganna.