Lok, lok og læs á ný – Hér eru helstu lokanir og takmarkanir!

Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og á við um alla sem eru fæddir fyrir árið 2015. Munu takmarkanirnar gilda um allt land og í þrjár vikur. Hér fyrir neðan má sjá helstu takmarkanir og lokanir sem taka gildi á miðnætti.
Almenn fjöldatakmörkun miðar við tíu manns. Grunn- og framhaldsskólum verður lokað. Leikskólar verða þó opnir.
Trú og lífsskoðunarfélög mega taka á móti 30 gestum
Sund- og baðstaðir eru lokaðir, líkamsræktarstöðvar líka
Íþróttir barna þar sem hætta er a´snertismiti eru óheimilar
Loka leikhúsum og bíóum
Skemmtistaðir, krár og spilakassar lokaðir
Veitingastaðir mega hafa opið til 22 með hámark 20 gestum
Verslanir mega taka á móti að hámarki 50 manns, færri í minni verslunum
Hársnyrtistofur og snyrtistofur mega áfram starfa