Nýjast á Local Suðurnes

Einn vinsælasti veitingastaður Suðurnesja skellir í lás

Einum vinsælasta veitingastað Suðurnesja, El Faro í Suðurnesjabæ, verður lokað í september. Staðurinn var opnaður fyrir um einu og hálfu ári síðan. Frá þessu er greint á Facebook og er ástæða lokunarinnar sögð vera breyttar aðstæður. Viðskiptavinir sem eiga gjafabréf eru hvattir til að nota þau sem fyrst.

Kæru viðskiptavinir!

Við höfum nú tekið þá erfiðu ákvörðun um að loka El Faro í lok september vegna breyttra aðstæðna. Þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri og erum við afar þakklát öllum þeim frábæru viðskiptavinum, starfsfólki og velunnurum El Faro fyrir viðskiptin, hlýjuna og góð samskipti á þessu eina og hálfa ári sem við höfum haft opið. Við hvetjum alla þá sem eiga gjafabréf hjá okkur að nýta þau sem allra fyrst. Við munum tilkynna um nákvæma lokunardagsetningu þegar nær dregur. Nú hver hver að verða síðastur til að kíkja á okkur! Vonumst til að sjá ykkur sem flest þangað til.

Kærleikskveðjur, El Faro Teymið