Nýjast á Local Suðurnes

Plan C á föstudagstónleika

Sláturhúsið gæti orðið heimavöllur Njarðvíkinga

Af óviðráðanlegum orsökum reyndist ekki hægt að bjóða upp á tónleika í gamla slippnum á föstudag eins og stefnt var að. Við deyjum þó ekki ráðalaus og grípum í plan C.
Tónleikarnir fara nú fram í B sal íþróttahússins við Sunnubraut 34. Þar verður gestum boðið upp á rjúkandi kjötsúpu að hætti Skólamatar og frábæra skemmtun á sviði.

Dagskráin er sannarlega ekki af verri endanum og meðal þeirra sem koma fram eru Sigga og Grétar úr Stjórninni og sjálf diskódívan Páll Óskar auk flottu heimabandanna Midnight Librarian, Demo og Sissu sigurvegara úr söngkeppni framhaldsskólanna og hæfileikakeppni Ljósanætur.

Dagskrá á sviði stendur frá kl. 18:00 – 21:00.
Boðið verður upp á kjötsúpu frá kl. 18:00 – 20:00.

 Alla dagskrá er að finna á https://www.ljosanott.is/