Nýjast á Local Suðurnes

Hálkublettir á Reykjanesbraut og mikil hálka víða innanbæjar á Suðurnesjum

Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og mikil hálka er víða innanbæjar á Suðurnesjum. Þá er hálka á Grindavíkurvegi, Sandgerðisvegi og Garðvegi samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Á vef Vegagerðarinnar kemur einnig fram að flughált sé víða á Suðurlandi.

Gera má ráð fyrir frosti í nótt, en hiti verður svo um og yfir frostmarki næstu daga og fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og bjartviðri, en skýjað samkvæmt spá Veðurstofunnar fyrir næstu daga.