Nýjast á Local Suðurnes

Vilja fjölga sorphirðudögum yfir hátíðir

Bæjarstjóri Grindavíkur ásamt sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs hafa fundað með forsvarsmönnum Kölku með það að markmiði að fjölga sorphirðudögum í kringum jól og áramót í sveitarfélaginu.

Í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar segir að nokkuð hafi borið á óánægju með fyrirkomulag sorphirðudaga í Grindavík, ekki síst í kringum hátíðar.