Nýjast á Local Suðurnes

Loka fyrir heitt vatn á stóru svæði

Lokað verður fyrir heitt vatn í Suðurnesjabæ, Keflavíkurhverfi og Ytri Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar vegna viðhaldsvinnu við stofnæð miðvikudaginn 29. september frá klukkan 21:00 og fram eftir nóttu.

Í tilkynningu segir að gert sé ráð fyrir að lagnavinnu ljúki um nóttina og að eðlilegur þrýstingur verði kominn á að morgni fimmtudags 30. september.

Send verða sms skilaboð og tölvupóstur á þá viðskiptavini sem málið varðar, segir í tilkynningu.

Velvirðingar er beðist á óþægindum sem af þessu hljótast fyrir viðskiptavini, segir jafnframt í tilkynningunni.