Nýjast á Local Suðurnes

Íbúar í Höfnum og á Ásbrú verða án rafmagns í klukkustund

Raf­magn verður tekið af Ásbrú í Höfn­um og ná­grenni aðfaranótt 26. janú­ar. Kalt vatn verður einnig tekið af í Höfnum.

Komið hef­ur í ljós bil­un í afl­rofa í aðveitu­stöðinni við Ásbrú, segir í tilkynningu frá HS Veitum. Á meðan skipt er um afl­rof­ann þetta mun or­saka raf­magns­leysi á Ásbrú og Höfn­um ásamt raf­magns­leysi og kalda­vatns­leysi í Höfn­um og ná­grenni, segir í tilkynningunni.

Raf­magn verður tekið af kl 00:00 á miðnætti aðfarnótt 26. janú­ar og verður af­hend­ing þjón­ustu ein­ung­is skert í eina klukku­stund.