Íbúar í Höfnum og á Ásbrú verða án rafmagns í klukkustund

Rafmagn verður tekið af Ásbrú í Höfnum og nágrenni aðfaranótt 26. janúar. Kalt vatn verður einnig tekið af í Höfnum.
Komið hefur í ljós bilun í aflrofa í aðveitustöðinni við Ásbrú, segir í tilkynningu frá HS Veitum. Á meðan skipt er um aflrofann þetta mun orsaka rafmagnsleysi á Ásbrú og Höfnum ásamt rafmagnsleysi og kaldavatnsleysi í Höfnum og nágrenni, segir í tilkynningunni.
Rafmagn verður tekið af kl 00:00 á miðnætti aðfarnótt 26. janúar og verður afhending þjónustu einungis skert í eina klukkustund.
