Nýjast á Local Suðurnes

Hundrað milljóna hús á sölu í Vogum – Myndir!

Vandað og vel staðsett einbýlishús á einni hæð hefur verið sett á sölu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Húsið stendur á 900 fermetra sjávarlóð og er ásett verð 99 milljónir króna.

Í auglýsingu á fasteignavef Vísis kemur fram að húsið standi innst í botnlanga í næsta nágrenni við grunnskóla sveitarfélagsins, íþróttahús og sundlaug. Húsið er skráð 262,2 fermetrar og þar af er innbyggður tvöfaldur bílskúr skráður 51,7 fermetri. Fallegar gönguleiðir eru meðfram sjónum í næsta nágrenni. Stór og góð verönd er við húsið sem hefur að geyma saunabað og heitan pott.