Nýjast á Local Suðurnes

Heilsuleikskólinn Háaleiti fékk viðurkenningu fyrir innleiðingu á Young Athlete Project

Föstudaginn 20. nóvember var sögulegur viðburður hjá Special Olympics á Íslandi en þá var afhent fyrsta viðurkenningarskjalið vegna verkefnisins Young Athlete Project, YAP. Heilsuleikskólinn Háaleiti Ásbrú fékk viðurkenningu fyrir að innleiða verkefnið sem felur í sér markvissa hreyfiþjálfun barna með sérþarfir.

Á Íslandi verður lögð áhersla á að öll börn geti tekið þátt en mælingar fara fram í upphafi og í lok þjálfunartímabils til að meta árangur.

heilsuleikskolinn asbru vidurkenning

 

Á myndinni er f.v. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari í Háaleiti, Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, frkvstj. SO á Íslandi og Þóra Sigrún Hjaltadóttir, skólastjóri á Háaleiti. Eins og sjá má ríkir mikil gleði með þetta nýja og spennandi verkefni sem verið er að innleiða og vonast er til þess að fleiri leikskólar fylgi í kjölfarið auk aðildarfélaga ÍF sem eru að hefja ferlið. Mynd frá Íþróttasamband fatlaðra