Nýjast á Local Suðurnes

Enginn fullur á leið úr flugstöðinni

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Enginn ökumaður reyndist vera undir áhrifum áfengis þegar lögregla var við eftirlit í nágrenni flugstöðvarinnar á Miðnesheiði á dögunum. Yfir 270 ökumenn voru stöðvaðir á einni klukkustund og 58 mínútum.

Frábær frammistaða meirihluta ökumanna við Flugstöð Leifs-Eiríkssonar í morgun. Á tímabilinu 09:30-11:28 vorum við með eftirlit með umferð við flugstöðina og voru yfir 270 ökumenn stoppaðir og kannað með ástand og réttindi þeirra. Enginn reyndist vera undir áhrifum áfengis og blésu allir hreint núll í áfengismælin okkar. Þó var einn ökumaður handtekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og einn var kærður fyrir að aka leigubifreið án réttinda. Segir í tilkynningu lögreglu.