Stefnt á 15.000 manna byggð á Ásbrú
Gert er ráð fyrir að Ásbrúarsvæðið verði framtíðarþróunarsvæði Reykjanesbæjar með 15 þúsund íbúa árið 2050. Hluti svæðisins verður bíllaus.a
Þetta er á meðal þess sem fram kom á kynningu á þróunaráætlun Kadeco á uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll. Í kynningu kom fram að á svæðinu verði að finna skóla og aðra samfélagslega innviði. Jafnframt verður að finna útivistarsvæði, stíga, lifandi jarðhæðir og bíllaus svæði.
þá segir að á Ásbrú verði til húsnæðiskostir fyrir fjölbreytta samsetningu íbúa. Þétt og aðlaðandi íbúðahverfi með fjölbreyttum búsetu- og þjónustutækifærum. Nálægð við flugvöll skapar forsendur fyrir atvinnulóðir með aðgengi að flughlaði eða á mörkum flughlaðs og byggðar. Atvinnuhúsnæði verði notað til að bæta hljóðvist og ásýnd hverfisins með tilliti til nálægðar við flugvöllinn.