Nýjast á Local Suðurnes

Stefnt á 15.000 manna byggð á Ásbrú

Gert er ráð fyr­ir að Ásbrúarsvæðið verði framtíðarþró­un­ar­svæði Reykja­nes­bæj­ar með 15 þúsund íbúa árið 2050. Hluti svæðisins verður bíllaus.a

Þetta er á meðal þess sem fram kom á kynningu á þróunaráætlun Kadeco á uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll. Í kynningu kom fram að á svæðinu verði að finna skóla og aðra sam­fé­lags­lega innviði. Jafn­framt verður að finna úti­vist­ar­svæði, stíga, lif­andi jarðhæðir og bíl­laus svæði.

þá segir að á Ásbrú verði til hús­næðis­kost­ir fyr­ir fjöl­breytta sam­setn­ingu íbúa. Þétt og aðlaðandi íbúðahverfi með fjöl­breytt­um bú­setu- og þjón­ustu­tæki­fær­um. Ná­lægð við flug­völl skap­ar for­send­ur fyr­ir at­vinnu­lóðir með aðgengi að flug­hlaði eða á mörk­um flug­hlaðs og byggðar. At­vinnu­hús­næði verði notað til að bæta hljóðvist og ásýnd hverf­is­ins með til­liti til ná­lægðar við flug­völl­inn.