Nýjast á Local Suðurnes

Guðlaug Helga hlaut Gullmerki Víðis

Guðlaug Helga Sigurðardóttir hlaut Gullmerki Víðis, á lokahófi knattspyrnudeildarinnar sem haldið var á laugardag. Merkið er veitt þeim félagsmönnum sem unnið hafa ómetanlegt starf fyrir félagið, en Guðlaug Helga er fyrsti kvenkyns formaður Knattspyrnufélags á Suðurnesjunum.

Þá voru stuðningsmenn ársins einnig heiðraðir á lokahófinu, en það voru hjónin Unna G Knútsdóttir og Jón Ögmunds sem hlutu þá nafnbót.