Nýjast á Local Suðurnes

Rolex-þjófur handtekinn

Lög­regl­unni á Suðurnesjum var til­kynnt um inn­brot í íbúðar­hús­næði í Njarðvík í gær. Farið hafði verið inn um glugga á svöl­um. Hús­ráðandi saknaði nokk­urra muna þar á meðal heyrn­ar­tóla, mynda­vél­ar svo og nokk­urra sér­val­inna úra af gerðinni Rol­ex, Breitling Bentley og Hugo Boss.

Lög­regla hafði upp á manni sem grun­ur beind­ist að og var hann með fimm úr í tösku sinni. Hann játaði að hafa stolið þeim en ekki hinum mun­un­um sem saknað var, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.