Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn á 187 kílómetra hraða

Ungur ökumaður mæld­ist á 187 km hraða á Reykja­nes­braut þar sem há­marks­hraði er 90 km. Maðurinn var því á rúmlega tvöföldum hámarkshraða.

Þar var á ferðinni ökumaður um tví­tugt og var hann svipt­ur öku­rétt­ind­um til bráðabirgða, auk þess sem hans bíður ákæra vegna brots­ins. Ann­ar í þess­um hópi var ekki með öku­skír­teini og gat ekki sýnt fram á að hann væri með öku­rétt­indi.