Nýjast á Local Suðurnes

Fá ekki leyfi til reksturs skemmtistaðar

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur hafnað ósk Ísflix ehf., um leyfi til að reka skemmtistað að Hafnargötu 30 í Reykjanesbæ. 

Fjöldi skemmtistaða hefur verið tekinn í húsnæðinu í gegnum tíðina, síðast skemmtistaðnum LUX Keflavík tíl skamms tíma en þeim stað var lokað fyrrihluta árs 2023 vegna skorts á tilskyldum leyfum. Töluvert var um kvartanir frá íbúum í nærliggjandi húsum undan ónæði frá staðnum á meðan hann var í rekstri.