Nýjast á Local Suðurnes

United Silicon hefja framleiðslu um miðjan júlí

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Gert er ráð fyrir að klára byggingu kísilvers United Silicon þann 30. júní næstkomandi og hefja framleiðslu þann 15. júlí. Norskir sérfræðingar koma til landsins í byrjun júlí til að þjálfa starfsfólkið og er búist við að framleiðslan verði komin á fullt í lok júlí. Þetta kemur fram í viðtali Viðskiptablaðsins við Magnús Garðarsson, einn eigenda verksmiðju United Silicon.

Magnús segir í viðtalinu við Viðskiptablaðið að markaðurinn hafi verið í smá lægð að því leyti að verð á kísilmálmi hafi lækkaði töluvert á seinni hluta síðasta árs og aftur í vetur. Ljóst sé því að fyrirtækið sé að hefja framleiðslu á erfiðum tíma.

„Verðið er rétt byrjað að hækka aftur núna. Staðan á þessum markaði er nokkuð sérstök. Eftirspurnin hefur aldrei verið meiri en á sama tíma hefur framleiðsla aukist mjög mikið.

Það er alveg ljóst að við erum að koma inn á þennan markað á erfiðum tíma og munum ekki hagnast mikið fyrstu árin. Aftur á móti höfum við mikla trú á verkefninu til lengri tíma enda gera spár ráð fyrir að eftirspurnin muni aukast ár frá ári. “