Hafnarfjörður gefur grænt ljós á framkvæmdarleyfi vegna Suðurnesjalínu II
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar býst við að samkomulag takist í þessari viku um flutning Suðurnesjalínu og að framkvæmdaleyfi verði gefið út í framhaldinu. Íbúar í Vallahverfi mótmæltu lagningu línunnar eins og hún átti upphaflega að vera, segir á vef Rúv.
„Við höfum verið í viðræðum við Landsnet um línumál á Vallasvæðinu sem er bæði mikil sjón- og hljóðmengun frá. Við höfum lagt mikla áherslu á að við viljum ná fyrst samkomulagi um þau mál aður en við veitum framkvæmdaleyfi og ég vonast til að við sjáum fyrir endann á þessu öllu núna í þessari viku,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstóri í Hafnarfirði við Rúv
Hann gerir ráð fyrir að framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu verði gefið út þegar samningar hafa tekist við Landsvirkjun um línumálin á Völlunum. Hann segir lausnina blandaða, línur verði ýmist færðar til eða grafnar í jörðu. Hann segir tengivirkið við Hamranes rétt ofan í byggð og af því sé bæði sjón- og hljóðmengun.