Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi í landsliðshópnum en Ingvar hvílir

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Tyrklandi og Kósóvó í undankeppni HM 2018. Leikurinn gegn Tyrkjum fer fram í Eskisehir föstudaginn 6. október og hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma en leikurinn gegn Kósóvó verður á Laugardalsvelli mánudaginn 9. október kl. 18:45.

Arnór Ingvi Traustason er eini Suðurnesjamaðurinn sem er í hópnum að þessu sinni, en markvörðurinn Ingvar Jónsson, sem verið hefur í hópnum undanfarin misseri víkur fyrir Rúnari Alex Rúnarssyni sem átt hefur góðu gengi að fagna með liði sínu FC Nordsjæland að undanförnu.

Uppselt er á leik Íslands og Kósóvó en, líkt og í undanförnum leikjum verður stuðningsmannasvæði á bílastæðinu fyrir framan Laugardalsvöll. Á svæðinu verða leiktæki fyrir börn og mun leikurinn sjálfur verða sýndur á risaskjá sem settur verður upp á svæðinu. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið á þessu verður kynnt á næstu dögum.

Hópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósóvó er skipaður eftirtöldum leikmönnum.

SóknarmennLMFélag
Alfreð Finnbogason4311FC Augsburg
Jón Daði Böðvarsson342Reading FC
Viðar Örn Kjartansson141Maccabi Tel-Aviv FC
Björn Bergmann Sigurðarson91Molde FK
Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson722Cardiff City FC
Birkir Bjarnason608Aston Villa FC
Emil Hallfreðsson601Udinese Calcio
Jóhann Berg Guðmundsson605Burnley FC
Gylfi Þór Sigurðsson5217Everton FC
Rúrik Gíslason4131.FC Nürnberg
Ólafur Ingi Skúlason291Kardemir Karabükspor
Arnór Smárason222Hammarby IF
Arnóri Ingvi Traustason135AEK
Rúnar Már Sigurjónsson121Grasshopper Club
Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson741Hammarby IF
Ragnar Sigurðsson713Rubin Kazan FC
Kári Árnason613Aberdeen FC
Ari Freyr Skúlason49KSC Lokeren
Sverrir Ingi Ingason123Rostov FC
Hörður Björgvin Magnússon122Bristol City FC
Jón Guðni Fjóluson10IFK Norrkoping
Hjörtur Hermannsson3Brøndby IF
Markmenn
Hannes Þór Halldórsson46Randers FC
Ögmundur Kristinsson14SBV Excelsior
Rúnar Alex Rúnarsson0FC Nordsjæland