Vísuðu matargestum út af veitingastað
Lögreglan á Suðurnesjum heimsótti veitingastaði í umdæminu um helgina til að athuga hvort sóttvarnareglum væri framfylgt.
Í tilkynningu lögreglu segir að dtaðan hafi verið til fyrirmyndar á öllum nema einum þar sem enn var verið að afgreiða matargesti eftir klukkan 23.00. Starfsmönnum var gert að loka staðnum og viðskiptavinum var vísað út.