Nýjast á Local Suðurnes

Hafa greitt Isavia hátt á aðra milljón króna fyrir afnot af skammtímastæðum

Bílastæðaþjónustan BaseParking, sem rekur svokallaða “valet” bílastæðaþjónustu á Keflavíkurflugvelli, hefur þegar greitt hátt á aðra milljón króna fyrir afnot af skammtímastæðum Isavia við flugvöllinn, að sögn framkvæmdarstjórans Ómars Þrastar Hjartarsonar, en hann segir að mistök starfsfólks hafi orðið til þess að bílar sem áttu að fara á geymslusvæði BaseParking að Ásbrú hafi gleymst á skammtímasvæðunum.

Þá segir framkvæmdastjórinn í samtali við fréttastofu RÚV að BaseParking hafi verið í samstarfi við Isavia um að leysa málið. Ómar segir að fyrirtækið hafi notað skammtímastæðin þegar mest hafi verið að gera og vegna þess að þeim hafi ítrekað verið neitað um aðstöðu við flugvöllinn.

„Þess vegna finnst okkur mjög skrítið að þeir séu að fara með þetta í fjölmiðla þar sem við höfum verið með samkomulag við þá um að klára það mál.“ Segir Ómar Þröstur.

Fjölmiðlafulltrúi Isavia greindi frá því í dag að fyrirtækið myndi rukka bíleigendur fyrir notkun á stæðunum þar sem BaseParking væri ekki aðili að málinu.