Nýjast á Local Suðurnes

Lúmsk hálka á Suðurnesjum – Fimm umferðaróhöpp í morgun

Fimm um­ferðaró­höpp, sem rekja má til hálku, hafa verið til­kynnt til lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um í morgun. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni er mikið um að bíl­ar séu að renna út af veg­um og á um­ferðarmerki en eng­in slys hafa orðið á fólki.

Hálk­an er mest inni í hverf­um og hvet­ur lög­regl­an öku­menn til að fara var­lega þar sem hálk­an sést illa og er lúmsk. Bú­ist var við að hálk­an færi minnk­andi um há­degi en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni virðist svo ekki vera.