Nýjast á Local Suðurnes

Hópferðir Sævars buðu best í strætóakstur í Reykjanesbæ

Tvö tilboð bárust í rekstur almenningsvagna fyrir Reykjanesbæ og voru þau opnuð þann 11. janúar síðastliðinn. Tilboðin tvö voru frá Hópferðum Sævars Baldurssonar og Almenningsvögnum Kynnisferða.

Tilboð Hópferða Sævars sem var lægra, hljóðaði upp á 118.189.400 krónur og tilboð Almenningsvagna Kynnisferða upp á 156.791.218 krónur.