Nýjast á Local Suðurnes

Starfsleyfi Thorsil fellt úr gildi vegna formgalla á auglýsingu

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hef­ur fellt úr gildi ákvörðun Um­hverf­is­stofn­un­ar, frá 11. september í fyrra, um að veita Thorsil ehf. starfs­leyfi fyr­ir rekstri kís­il­verk­smiðju í Helgu­vík.

Á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar er sagt frá úr­sk­urði úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar, en þar kemur fram að frest­ur til að koma að at­huga­semd­um var rangt út reiknaður að mati nefnd­ar­inn­ar, en miðað var við birt­ingu aug­lýs­ing­ar á vef stofnunarinnar en rétt hefði verið að miða dagsetninguna við birtingu auglýsingar í Lög­birt­inga­blaðinu, sem var gert fjórum dögum síðar. Fjór­um dög­um munaði því á birtingunum og því telst átta vikna at­huga­semda­fresti ekki hafa verið náð.

Í tilkynningunni, sem lesa má í heild sinni hér, kemur fram að starfsleyfið sé ekki haldið efnislegum ágöllum og að stofnunin undirbúi nú nýja auglýsingu vegna starfsleyfisins. Gera má ráð fyrir að útgáfa leyfisins tefjist því sem þessu nemur, eða um 8-10 vikur.