Nýjast á Local Suðurnes

Stefan Bonneau áfram í herbúðum Njarðvíkinga

"Við erum himinlifandi," segir Gunnar Örlygsson formaður kkd UMFN

Stefan Bonneau hefur undirritað samning þess efnis að leika áfram með Njarðvíkingum í Dominos deildinni í körfuknattleik á næstu leiktíð, það er Karfan.is sem greinir frá.

“Við erum himinlifandi með niðurstöðuna enda Stefan stórkostlegur leikmaður. Stefan er einnig frábær liðsmaður innan vallar sem utan, hefur góð áhrif á liðsfélaga sína og gerir þá alla að betri leikmönnum. Nú höldum að mestu sömu sveit frá því á sl. tímabili þó svo einhverjar breytingar séu á hópnum. Fyrir vikið verður áfram byggt á þeirri vinnu sem er að baki og stefnan sett á að gera gott lið enn betra.” sagði Gunnar Örlygsson formaður kkd UMFN í samtali við Karfan.is

Það þarf vart að taka það fram að Bonneau sem átti frábært tímabil með Njarðvíkingum er einn af allra bestu körfuboltamönnum sem spilað hefur hér á landi fyrr og síðar.

 

Mynd: Karfan.is