Nýjast á Local Suðurnes

Öruggur sigur hjá Njarðvík gegn Ægi

Njarðvíkingar lögðu Ægi að velli í annari deildinni í knattspyrnu í kvöld, með sigrinum halda Njarðvíkingar öðru sæti deildarinnar með níu stig eftir fjórar umferðir. Sigurinn í kvöld var öruggur en Njarðvíkingar skoruðu fjögur mörk gegn einu gestanna.

Fyrsta markið kom strax á fyrstu mínútu, en það gerði Arnór Svansson, Ægismenn jöfnuðu fyrir leikhlé, en Stefán Birgir Jóhannesson kom Njarðvíkingum yfir á ný strax á annari mínútu þess síðari. Þeir Styrmir Gauti Fjeldsted og Harrison Hanley bættu svo við mörkum fyrir Njarðvíkinga á 78. og 92. mínútu.

Leikmenn hins sigursæla liðs Njarðvíkur sem unnu 3. deild (nú 2. deild) árið 1981, voru heiðursgestir á leiknum í kvöld, ne margir þessara leikmanna létu ekki staðar numið þegar þeir hættu að spila knattspyrnu, heldur tóku til við að vinna fyrir UMFN. Sem formenn félagsins, formenn deilda, þjálfarar og öflugir stuðningsmenn.