Nýjast á Local Suðurnes

Reynir vann KFS í markaleik

Reynir Sandgerði tók á móti KFS í 3ju deildinni í knattspyrnu í gær. Liðin buðu upp á stórskemmtilegan leik þar sem sjö mörk litu dagsins ljós.

Reynismenn komust í 3-0 í fyrri hálfleik en KFS menn með markamaskínuna Tryggva Guðmundsson í framlínunni náðu að minnka muninn í 3-2 um miðjan síðari hálfleik, en það voru svo Reynismenn sem skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og höfðu sigur 5-2.

Reynismenn eru nú í 3ja sæti 3ju deildarinnar.