Nýjast á Local Suðurnes

Valdimar Guðmundsson: “Hefði getað drepið mig óvart í svefni”

Valdimar Guðmundsson söngvari hljósveitarinnar Valdimar, tjáir sig um offituvandamál sitt á Facebook-síðu sinni og segir að heilsufarsvandi hans sé alvarlegur og tími sé kominn á að snúa blaðinu við.

Færsla Valdimars á Facebook er opinská og skrifuð til að setja pressu á hann sjálfan og hvetja hann til að taka upp heilbrigðari lífsstíl. Það var Visir.is sem birti fyrst fréttir af málinu en þar er tekið fram að Valdimar muni ekki tjá sig frekar um málið við fjölmiðla.

Facebookfærsla Valdimars:

„Ég áttaði mig á því hversu alvarlegur minn heilsuvandi er og að hann verður bara risa-fokking-stór ef ekkert verður gert. Ég sem sagt sofnaði með mjög stíflaðar nasir og sú nótt var skelfileg. Mig dreymdi alla nóttina að ég gæti ekki andað, það var vegna þess að ég þjáist líka af kæfisvefni og súrefnisinntaka mín þessa nóttina var mjög lítil.

Ég hugsaði að ef ég hefði sofið fastar þá hefði ég hreinlega getað drepið mig óvart í svefni. Það er sem sagt núna eða aldrei. Ég þarf að hugsa um framtíðina. Ég þarf að vita að ég munu ekki enda einn í kjallaraíbúð og deyja fyrir aldur fram. Ég þarf að geta fúnkerað í nútímasamfélagi sem einstaklingur.

Ég vil ekki þurfa að kvíða því í hvert skipti sem ég fer í bíó eða sest í stól af einhverju tagi að hann sé ekki nógu stór eða nógu sterkur. Ég þarf að fara í flug og ekki þurfa að vonast til að sætið við hliðina sé laust svo ég sé ekki að angra greyið manneskjuna sem þarf að sitja við hliðina á mér. Ég þarf að geta hlaupið, punktur.

Sorrý ef þetta hljómar forheimskað og ást á bara að vera í hjartanu og huganum, sem er vissulega rétt, en staðreyndin er bara sú að ef þú átt við alvarleg offituvandamál að stríða eins og ég þá þynnist markaðurinn ansi mikið.“

Hér má sjá hljómsveitina Valdimar flytja lagið Álfheiður Björk órafmagnað: