Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík þokast nær Pepsí-deildinni eftir sigur á Keflavík

Grindavík vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á grönnum sínum úr Keflavík í Inkasso-deildinni á Grindavíkurvelli í kvöld. Liðið er í öðru sæti deildarinnar, 31 stig, sex stigum meira en Keflavík sem er í þriðja sætinu eftir leiki kvöldsins.

Fyrri hálfleikur var markalaus, en eina mark leiksins skoraði Gunnar Þorsteinsson á 70. mínútu með fallegu skoti í bláhornið, eftir sendingu frá Josiel Alves De Oliveira. Keflvíkingar létu markið fara í skapið á sér og létu ákvarðanir dómara leiksins fara í taugarnar á sér og uppskar nýr leikmaður Keflvíkinga, Mark McAusland meðal annars gult spald fyrir kjaftbrúk.