Nýjast á Local Suðurnes

Óverulegar tafir vegna ótrúverðugrar sprengjuhótunar

Keflavíkurflugvöllur var settur í einhverskonar varúðarástand fyrr í dag vegna sprengjuhótunar. Lögreglan hefur síðan metið hótunina ótrúverðuga og er starfsemi vallarins aftur kominn í eðlilegar skorður.

Þetta staðfestir Þórir Þorsteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum í samtali við Fréttablaðið, sem greindi fyrst frá málinu.

Fréttablaðið hefur heyrt frá farþegum sem voru fastir í flugvélum í allavega hálftíma vegna málsins, og fengu ekki útskýringar á því hvers vegna. Því var sagt að það væri enn í vélinni vegna óvissuástands.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins birtist hótunin á samfélagsmiðlinum Twitter. Lögregla brást við henni, en líkt og áður segir mat hún hana síðar sem ótrúverðuga.