Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla mátti ekki skoða innihald síma sem grunur lék á að innihéldi nektarmyndir

Lög­regl­an á Suður­nesj­um braut gegn friðhelgi einka­lífs manns­, sem grunur lék á að hefði nektarmyndir af fyrrverandi unnustu sinni vistaðar í síma sínum, með því að rann­saka efni farsíma hans án dóms­úrsk­urðar. Maðurinn var hand­tek­inn í síðasta mánuði grunaður um að hafa hótað að birta umræddar nekt­ar­mynd­ir sem unnustan fyrrverandi hafði sent hon­um. Lagt var hald á farsíma manns­ins en hann neitaði að gefa upp aðgangs­orð sím­ans.

Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar, í dómnum kemur einnig fram að lögreglu hafi verið heimilt að haldleggja símann. Héraðsdómur Reykja­ness hafði áður úrskurðað um að hald­lagn­ingu á farsíma mannsins yrði ekki aflétt en að lögreglu hafi verið heimilt að skoða efni símans án dómsúrskurðar.

Fyrr­ver­andi unn­usta manns­ins kærði hann til lög­reglu. Hún sagði að maður­inn hafi reglu­lega hótað henni að birta nekt­ar­mynd­ir af henni op­in­ber­lega. Þá hafi hann líka áreitt hana með margít­rekuðum skila­boðasend­ing­um. Hún sagði einnig að maður­inn hefði margsinn­is gefið það til kynna að hann hefði þegar birt mynd­irn­ar á ýms­an hátt. Þá kemur fram að maðurinn hafi einnig stofnað bloggsíðu þar sem hann sagði frá vand­ræðal­eg­um augna­blik­um í lífi kon­unn­ar.

Eins og áður segir var það mat Hæsta­rétt­ar að lög­regla mætti leggja hald á síma manns­ins án dómúrsk­urðar en mátti ekki rann­saka inni­hald hans. Því tel­ur Hæstirétt­ur að rann­sókn lög­reglu á mál­inu sé að vissu leyti aðfinnslu­verð.