Nýjast á Local Suðurnes

Heimsóttu Ragnar Örn og veittu honum Gull-heiðursmerki Keflavíkur

Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags var haldinn fimmtudaginn 25. febrúar síðastliðinn, Gullheiðursmerki Keflavíkur voru veitt þeim Ragnari Erni Péturssyni og Ellerti Eiríkssyni sem gátu ekki verið viðstaddir vegna veikinda en á fundinum voeru þeim sendar bestu batakveðjur um leið og þeim var óskað til hamingju með þennan heiður.

Einar Haraldsson formaður Keflavíkur og Kári Gunnlaugsson varaformaður Keflavíkur heimsóttu Ragnar Örn Pétursson á heimili hans á dögunum til að heiðra hann og afhenda honum Gull-heiðusrsmerkið formlega. Ragnar Örn glímir eins og áður sagði við erfið veikindi og átti því ekki heimagengt á aðalfundinn til að taka á móti viðurkenningunni.