Nýjast á Local Suðurnes

Segir Frjálst afl og Sjálfstæðisflokk koma í veg fyrir að Miðflokkurinn fái sæti í nefndum

Margrét Þórarinsdóttir, fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar segir oddvita Frjáls afls hafa rofið sakomulag um samstarf um skiptingu í nýjar nefndir á vegum Reykjanesbæjar, en Margrét segir flokkana hafa samið um skiptingu á sætum í hinum nýju nefndum. Margrét segir í bókun að oddviti Frjáls afls og bæjarfulltrúi Gunnar Þórarinsson hafi samið við Sjálfstæðisflokkinn um setu í hinum nýju nefndum í stað Miðflokks.

Bókunin í heild sinni;

„Forseti bæjarstjórnar og aðrir viðstaddir.
Ég geri hér með grein fyrir því að ég mun ekki greiða atkvæði í þessari nefndakosningu og legg fram eftirfarandi bókun:

Að loknum kosningum leitaði oddviti Frjáls afls og bæjarfulltrúi Gunnar Þórarinsson til Miðflokksins um samstarf um skipan í nefndir á vegum bæjarins. Úr varð að þessir tveir flokkar ákváðu að skipta með sér setu í nefndum en það var nauðsynlegt vegna ríkjandi nefndarfyrirkomulags samkvæmt bæjarmálasamþykkt sem ég reyndar tel ólýðræðislegt og gamaldags í ljósi þess að flokkum hefur fjölgað í bæjarstjórn.

Nú hefur það gerst að oddviti Frjáls afls hefur rofið þetta samkomulag við Miðflokkinn og samið við Sjálfstæðisflokkinn um setu í þremur nýjum nefndum. Það hefur gert það að verkum að Miðflokkurinn fær ekkert sæti í þessum nefndum, þar á meðal framtíðarnefnd.

Ég lýsi yfir verulegum vonbrigðum með framgöngu bæjarfulltrúa Frjáls afls í þessu máli. Ekki verður séð annað en að tilgangur hans og Sjálfstæðisflokksins sé að koma í veg fyrir að Miðflokkurinn fái sæti í nefndunum.
Ég fullyrði hér með að þessi framkoma sé einsdæmi.

Miðflokkurinn sem fékk 13.0% atkvæða í kosningunum fær ekki fulltrúa í neina af þessum nefndum eins og ég nefndi hér fyrr. Mér er það óskiljanlegt að í framtíðarnefnd skuli ekki allir oddvitar flokkanna eiga sæti þar sem við erum að tala um framtíð allra íbúa Reykjanesbæjar. Hvar er lýðræðið í því?

Miðflokkurinn mótmælir harðlega þessum ólýðræðislegu vinnubrögðum. Ég óska eftir því að fjöldi fulltrúa í framtíðarnefnd verði endurskoðaður þannig að allir flokkar fái aðkomu að þeirri vinnu sem mun fara þar fram.
Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Miðflokksins.“

 

Hinar nýju nefndir eru skipaðar eftirfarandi:

Lýðheilsunefnd
Tilnefnd eru sem aðalmenn:
Jóhann Friðrik Friðriksson (B)
Guðrún Ösp Theodórsdóttir (S)
Kristín Gyða Njálsdóttir (Y)
Guðrún Pálsdóttir (Á)
Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D)

Tilnefnd eru sem varamenn:
Þráinn Guðbjörnsson (B)
Guðný Birna Guðmundsdóttir (S)
Hrafn Ásgeirsson (Y)
Gunnar Jón Ólafsson (Á)
Anna Steinunn Jóhannsdóttir (D)

Framtíðarnefnd:
Tilnefnd eru sem aðalmenn:
Súsanna Björg Fróðadóttir (B)
Styrmir Gauti Fjeldsted (S)
Kolbrún Jóna Pétursdóttir (Y)
Andri Örn Viðisson (D)
Baldur Guðmundsson (D)

Tilnefnd eru sem varamenn:
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B)
Jurgita Milleriene (S)
Valgerður B. Pálsdóttir (Y)
Hanna Björg Konráðsdóttir (D)
Grétar I. Guðlaugsson (D)

Markaðs-, atvinnu- og ferðamálanefnd
Tilnefnd eru sem aðalmenn:
Trausti Arngrímsson (B)
Bjarni Stefánsson (S)
Eydís Hentze Pétursdóttir (S)
Ríkharður Ibsensson (D)
Arnar Páll Guðmundsson (Á)

Tilnefnd eru sem varamenn:
Sigurður Hilmar Guðjónsson (B)
Friðjón Einarsson (S)
Kristjana Guðlaugsdóttir (S)
Þórunn Benediksdóttir (Á)
Hanna Björg Konráðsdóttir (D)

Samþykkt með 10 atkvæðum, bæjarfulltrúi Miðflokks sat hjá.