sudurnes.net
Segir Frjálst afl og Sjálfstæðisflokk koma í veg fyrir að Miðflokkurinn fái sæti í nefndum - Local Sudurnes
Margrét Þórarinsdóttir, fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar segir oddvita Frjáls afls hafa rofið sakomulag um samstarf um skiptingu í nýjar nefndir á vegum Reykjanesbæjar, en Margrét segir flokkana hafa samið um skiptingu á sætum í hinum nýju nefndum. Margrét segir í bókun að oddviti Frjáls afls og bæjarfulltrúi Gunnar Þórarinsson hafi samið við Sjálfstæðisflokkinn um setu í hinum nýju nefndum í stað Miðflokks. Bókunin í heild sinni; „Forseti bæjarstjórnar og aðrir viðstaddir. Ég geri hér með grein fyrir því að ég mun ekki greiða atkvæði í þessari nefndakosningu og legg fram eftirfarandi bókun: Að loknum kosningum leitaði oddviti Frjáls afls og bæjarfulltrúi Gunnar Þórarinsson til Miðflokksins um samstarf um skipan í nefndir á vegum bæjarins. Úr varð að þessir tveir flokkar ákváðu að skipta með sér setu í nefndum en það var nauðsynlegt vegna ríkjandi nefndarfyrirkomulags samkvæmt bæjarmálasamþykkt sem ég reyndar tel ólýðræðislegt og gamaldags í ljósi þess að flokkum hefur fjölgað í bæjarstjórn. Nú hefur það gerst að oddviti Frjáls afls hefur rofið þetta samkomulag við Miðflokkinn og samið við Sjálfstæðisflokkinn um setu í þremur nýjum nefndum. Það hefur gert það að verkum að Miðflokkurinn fær ekkert sæti í þessum nefndum, þar á meðal framtíðarnefnd. Ég lýsi yfir verulegum vonbrigðum með [...]