Jarðhæð FLE rýmd vegna grunsamlegs pakka – Sprengjusveit að störfum

Unnið er að því að rýma Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en grunsamlegur pakki fannst í innritunarsal stöðvarinnar. Samkvæmt heimildum Suðurnes.net vinnur sprengjusveit að því að kanna pakkann.
Í augnablikinu hefur rýmingaráætlun einungis verið sett í gang á jarðhæð flugstöðvarinnar.
Uppfært kl. 11:35 – Lögregluaðgerðum í flugstöðinni er lokið, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var um að ræða pakka sem skilinn hafði verið eftir og var venjubundið ferli sett í gang og reyndist engin hætta á ferð.