Nýjast á Local Suðurnes

Goshlé við Litla-Hrút

Órói á jarðskjálftastöðinni við Hraunsels-Vatnsfell* rétt við gosstöðvarnar hefur haldið áfram að lækka í dag og um kl. 15 var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos. Lítil sem engin virkni hefur verið í gígnum í dag, en í nótt og í morgun sást glitta í glóandi bráð í gígnum.

Hafa ber í huga að of snemmt er að segja að gosinu sé lokið. Enn getur verið hætta nærri gossvæðinu. Afmörkun hættusvæðisins sem Veðurstofan gefur út verður enn í gildi og breytinga á því ekki að vænta fyrr en hættumat verður endurskoðað í næstu viku.

*ÍSOR/CAS skjálftastöð