Nýjast á Local Suðurnes

Isavia fær 15 milljarða – Skapar fjölda nýrra starfa

Gengið var frá 15 millj­arða króna hluta­fjáraukn­ingu á hlut­hafa­fundi Isa­via sem hald­inn var þann 12. janú­ar síðastliðinn. Hluta­fjáraukn­ing­unni er ætlað að mæta rekstr­artapi vegna Covid-19 og ger­ir hún fé­lag­inu kleift að hefja vinnu við upp­bygg­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli á ný. 

Ljóst er að ákvörðunin um að auka hluta­fé í Isa­via skap­ar fjölda nýrra starfa á fram­kvæmda­tím­an­um, þar með talið strax á þessu ári, að því er fé­lagið grein­ir frá í til­kynn­ingu. 

 Fyr­ir­huguðum fram­kvæmd­um á Kefla­vík­ur­flug­velli er ætlað að styrkja sam­keppn­is­hæfni flug­vall­ar­ins og tengistöðvar­inn­ar með því að bæta þjón­ustu við viðskipta­vini, bæta aðstöðu flug­véla og farþega, stytta af­greiðslu­tíma og auka þannig af­köst og skil­virkni hans. Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að þeim fram­kvæmd­um, sem fyr­ir­hugað er að ráðast í að svo stöddu verði að fullu lokið árið 2025, segir einnig í tilkynningunni.