Nýjast á Local Suðurnes

Reynir úr leik í Borgunarbikarnum

Reynismenn eru úr leik í Borgunarbikarnum í knattspyrnu þetta árið eftir 1-2 tap á heimavelli sínum gegn liði Vestra í gær. Sandgerðingar komust yfir undir lok fyrri hálfleiks, með marki Sindra Lars Ómarssonar, en Vestri jafnaði fljótlega í síðari hálfleik. Vestri náði svo að stela sigrinum með marki í uppbótartíma.