Nýjast á Local Suðurnes

Sorphirða á eftir áætlun

Sorphirða í Reykjanesbæ verður þremur dögum á eftir áætlun út marsmánuð.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Terra, sem sér um sorphirðu í sveitarfélaginu. Ekki kemur fram hversvegna tafir eru, en gera má ráð fyrir að veður og færð eigi þar hlut að máli.