Skjálfti við Keili í nótt

Jarðskjálfti af stærðinni 3 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 2:04 í nótt. Aðeins einn skjálfti hefur mælst yfir 3 að stærð eftir að eldgos hófst í Geldingadölum þann 19. mars síðastliðinn og var sá 3,2 að stærð.
Skjálftinn í nótt fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarfjörð.
Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við mbl.is að eðlilegt sé að skjálftar af þessari stærð finnist í grennd við eldgos og að staðan í gosstöðvunum í Geldingadölum sé sú sama og verið hefur.