Nýjast á Local Suðurnes

Skjálfti við Keili í nótt

Mynd: Visit Reykjanes

Jarðskjálfti af stærðinni 3 varð um 1,5 kíló­metra suðvest­ur af Keili klukk­an 2:04 í nótt. Aðeins einn skjálfti hefur mælst yfir 3 að stærð eft­ir að eld­gos hófst í Geld­inga­döl­um þann 19. mars síðastliðinn og var sá 3,2 að stærð.

Skjálft­inn í nótt fannst vel á höfuðborg­ar­svæðinu og upp í Borg­ar­fjörð.

Nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands seg­ir í samtali við mbl.is að eðli­legt sé að skjálft­ar af þess­ari stærð finn­ist í grennd við eld­gos og að staðan í gosstöðvun­um í Geld­inga­döl­um sé sú sama og verið hef­ur.