Nýjast á Local Suðurnes

Jarðskjálfti upp á 4,5 stig mældist úti fyrir Reykjanesi

Jarðskjálfti um 4,5 stig að stærð mældist um 19 km. VSV af Reykjanestá, í nótt, hrina minni skjálfta fylgdi í kjölfarið. Töluverð virkni hefur verið á þessu svæði undanfarnar daga, en þann 2. apríl síðastliðinn mældist skjálfti upp á 2,7 stig á svipuðum slóðum.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands, en þar segir að um 430 skjálftar hafi verið staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku, sem er svipaður fjöldi staðsettra skjálfta og í vikunni á undan.