Fimm fengu heiðursmerki Njarðvíkur fyrir störf í þágu knattspyrnudeildar
Fimm einstaklingar sem komið hafa að starfsemi knattspyrnudeildar Njarðvíkur voru í heiðraðir á aðalfundi UMFN sem fram fór í gærkvöldi.
Þeir Guðmundur Sæmundsson og Jón Einarsson voru sæmdir gullmerki félagsins, fyrir störf sín í þágu félagsins. Helgi Arnarson fékk afhent silfurmerki og þeir Haraldur Helgason og Þórir Rafn Hauksson voru sæmdir bronsmerki.