Nýjast á Local Suðurnes

Oddur V. Gíslason fór í langferð eftir rannsóknardufli

Oddur V. Gíslason, björgunarskip Þorbjarnar í Grindavík fór rúmlega 500 sjómílna siglingu á dögunum, sem tók 50 tíma, en Oddur fór um 52 sjómílur út fyrir landhelgina. Tilgangur ferðarinnar var að sækja rannsóknardufl frá bandarískri rannsóknarstofnun, en duflið hefur að geyma margskonar upplýsingar sem safnað hefur verið saman í langan tíma og aðeins er hægt að nálgast með því að hafa duflið undir höndum.

Rannsóknarduflið, sem er um 2 metrar á lengd, var ekki auðfundið, en það gaf upp staðsetningu sína í gegnum gervihnött með um 10 metra skekkju. Það sem aðeins um 1,2% voru eftir á rafhlöðu duflsins var ekki hægt að láta merkið ganga viðstöðulaust. Um 3-4 metra ölduhæð var á svæðinu og því erfitt sjá jafn lítinn hlut og duflið sem marraði í hálfu kafi.

Ferðin tók rúmlega 48 klukkustundir og gekk vel í alla staði, en í áhöfn í þessari ferð voru fjórir björgunarsveitarmenn en mest pláss um borð tóku allar olíutunnurnar sem þurfti að taka með til að tryggja að nægt eldsneyti væri með í för fyrir þessa löngu siglingu.