Nýjast á Local Suðurnes

Um 1600 skjálftar við Grindavík – Sá stærsti minnkaði við yfirferð

Margir íbúar á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og víðar fundu fyrir stærsta skjálftanum í jarðskjálftahrinu sem hófst við Grindavík þann 12. mars síðastliðinn. Skjálftinn mældist í upphafi mældist 5,2, en við yfirferð og endurmat kom í ljós að hann var töluvert minni.

Um 1600 jarðskjálftar mældust svæðinu í kringum Grindavík á tímabilinu frá 9. – 15. mars, en búið er að fara yfir um helminginn. Stærsti skjálftinn í hrinunni var metin 5,2 að stærð en við endurmat fékk hann stærðina 4,6. Skjálftinn fannst víða um suðvestanvert landið. Stærstu eftirskjálftar voru 3,4 og 3,3, sama dag.